Sólpallar

Sólpallaefni eða hverskonar útisvæði eru til í ýmsum útfæslum bæði sem kerfi beint á steynsteypu eða beint á þjappaðan jarðveg.  Á þjappaðan jarðveg eru settar Ecoraster plastgrindur úr endurunnu plastefni, fylltar með mulningi og ULTRA Úti sett yfir, samskeytalaust.  Oftast er sett snjóbræðslukerfi undir grindurnar og helst því pallurinn ávalt snjólaus og þurr.  Bráðinn snjór og regnvatn sígur niður á milli steinanna sem eru í efninu og hverfur út í umhverfið eða í niðurföll og drenlagnir.  Ef pallurinn er steyptur, er möguleiki að setja gólfefni beint á hann og jafnvel þá helst hann hálkufrír þar sem vatnið leitar ofan í á milli steinanna og lekur út til hliða pallsins eða stéttarinnar.  Einnig er val um þétt/teigjanleg efni sem þá eru sett til þéttingar flatarins t.d. til að varna leka niður á önnur rými.