Microsemento

Microcemento® er fjölhæft yfirborðefni, slétt og  á bilinu 1-3 mm að þykkt.   Efnið hefur framúrskarandi viðloðunareiginleikar á flestalla fleti.  Það er tilvalið sem yfirborð bæði inni og úti, á veggi, gólf, stiga, eldhús, baðherberg, útihúsgögn og sundlaugar.  Efnið er til í fjölda lita og áferða bæði matt og glansandi. Þar sem ekki er nauðsynlegt að fjarlægja það efni sem fyrir er, er það mjög hagkvæmt. Yfirborðsharka þess er 43 N / mm2, eða sambærilegt við náttúrulegt viðarparket. Microsemento stenst staðlana ISO 9001 – ISO 14001 – OSHAS 18001

Efnislýsing:

Hágæða sementsbundið pólýmerefni.

Eiginleikar:

  • Fljótlegt að leggja
  • Viðloðun við flest efni
  • Þunnt en  sterkt
  • Veður og vatnsþolið
  • Ljósþolið (gulnar ekki)
  • Auðvelt að þrífa