Hér reynum við að koma með fréttir af helstu nýjungum hverju sinni og fréttum af  verkefnum.

Gólflausnir Malland hafa hafið samstarf við TOPCRET á Spáni.  Fyrirtækið framleiðir microcement gólf- og veggefni auk Baxab efnisins, sem hefur verulegan styrk fram yfir hin hefðbundnu microsement efnin sem eru á markaðnum.  Efnin eru í margskonar útfæslum og henta á allskonar svæði á heimilum, stofnunum og í fyrirtækjum.  Gólflausnir Malland lögðu um 600m² af Baxab efninu á Listasafnið á Akureyri auk fleiri staða.

Sjá nánar á:

www.topcret.com

This image has an empty alt attribute; its file name is Baxab-Product-Topcret-1030x684.jpg

Gólflaunsir Malland hafa hafið innflutning og þjálfað mannskap í að setja upp gegnheilar plastklæðningar frá ALTRO í Englandi.  Plastklæðningarnar eru 2,5-3 metrar á hæð, 1,22 á breidd og 2,5mm þykkt. Plöturnar eru heillímdar á flötinn og samskeytin annaðhvort soðin saman eða tengd með mismunandi samsetningarlistum.  Við höfum verið að kynna þessa tegund klæðninga sem valkost í stað epoxý efnanna og hafa þau reynst mjög vel í hverskonar blautrýmum eða á þeim stöðum sem mikið mæðir á.  Efnið er ljósekta og heldur því lit um ókomin ár.  Lita- og glansáferðir eru margskonar  auk mismunandi sléttleika.  Einnig er hægt að láta prenta varanlegar merkingar á plöturnar.  Leikskólar og aðrar stofnanir hafa verið að nota ALTRO klæðningarnar sem höggvörn á neðri hluta veggja til að minka viðhald.  ALTRO veggklæðningarnar hafa verið notaðar í baðaðstöðu Mjölnis, bardagaklúbbs, baðaðstöðu í sundlauginni í Reykholti, Bláskógarbyggð auk margra annarra.

Sjá nánar á:

www.altro.co.uk/Altro-Whiterock-wall-designs