Leiksvæði

Playtop fallvarnarlag er til í mismunandi útfærslum allt eftir undirlagi.  Playtop fallvörn er sett á í tveimur lögum, annarsvegar úr grófu gúmmíkurli (SBR) í mismunandi þykktum og þá er þykktin miðuð við fallhæð og hinsvegar 20 mm þykku tilbúnu gúmmíi (EPDM).  Fallvarnarlagið getur verið sett beint á þjappaðan jarðveg eða beint á steinsteypu.  Þykktirnar á undirlaginu eru staðlaðar eftir mögulegri fallhæð en á steynsteypu t.d. í kringum sundlaugar er þykktin á gímmíinu 16-20mm og þá eingöngu sett EPDM gúmmí.  Grófa gúmmíið (SBR) er unnið úr notuðum vörubíladekkjum sem innihalda mun minna af óæskilegum efnum heldur en önnur dekk og þess ávalt gætt að það lag komist aldrei í snertingu við notandann þar sem yfirlagið (EPDM) hylur undirlagið.

Efni í boði